Sundlaugum lokað vegna kulda

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Vegna mikils kulda og skorts á heitu vatni hefur útisvæði Sundhallar Selfoss verið lokað frá deginum í dag og fram á sunnudag. Innilaugunum verður haldið opnum þessa daga.

Þetta er gert til þess að spara heita vatnið á dreifikerfi Selfossveitna.

Sundlaugin á Stokkseyri verður opin í dag, fimmtudag til kl. 18:30 en lokuð föstudag til sunnudags.

Stefnt er á að opna bæði á Selfossi og á Stokkseyri að fullu næstkomandi mánudag 4. febrúar. Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr.

Vegna þessarar miklu kuldatíðar eru sundlaugarnar á Hellu, Laugalandi og Hvolsvelli sömuleiðis lokaðar frá og með deginum í dag og um óákveðinn tíma að beiðni Veitna. Líkamsrækt og önnur aðstaða er áfram opin.

TENGDAR FRÉTTIR:
„Krossum fingur og vonum að ekkert klikki“

Fyrri greinDatt í fangið á Jóni Inga með pilsið á hælunum
Næsta greinStjarnan leiddi frá fyrstu mínútu