Að ósk Veitna verður sundlaugunum á Hellu, Laugalandi og Hvolsvelli lokað frá og með morgundeginum og um óákveðinn tíma
Sundlaugarnar verða líklega lokaðar framyfir helgi en þetta er gert til að spara heitt vatn vegna yfirvofandi kuldakasts.
Þeir Rangæingar sem vilja grípa tækifærið og komast í sund þurfa því að gera það í dag en starfsemi íþróttahúsanna verður áfram í gangi. Á Hvolsvelli verður auðvitað hægt að komast í kalda pottinn, auk þess sem gufan er opin.
Eins og fram hefur komið er sundlaugin á Stokkseyri lokuð, sem og útisvæði Sundhallar Selfoss. Opið er í World Class og sturtur og saunaklefinn á Selfossi sömuleiðis.