Yfir 80 börn í leikskólanum Bergheimum mættu á ráðhústorgið í Þorlákshöfn í gær og sungu lagið Meistari Jakob á þeim tungumálum sem börnin í leikskólanum kunna.
Þetta var fríður hópur og nutu foreldrar og fleiri að sjá þennan myndarhóp takast einkar vel upp með öll þessi tungumál.
Söngurinn var í tilefni af fjölmenningarviku sem stendur yfir í sveitarfélaginu þessa vikuna. Fjölbreytt dagskrá er í boði alla vikuna.
Í dag er pólski bolludagurinn og í tilefni hans mun Anna Radwanska baka Berlínarbollur í skólaeldhúsi grunnskólans. Allir eru velkomnir að koma við, fylgjast með, læra handtökin. Boðið verður upp á nýbakaðar bollur á spilakvöldi sem verður í grunnskólanum í kvöld.