Blóðbankabíllinn verður fyrir framan Ráðhús Árborgar í dag milli kl. 10 og 17. Heilbrigðiskerfið þarf að lágmarki 70 blóðgjafa á hverjum degi og skorað er á Sunnlendinga að mæta.
„Allir sem eru heilbrigðir á aldrinum 18 til 65 ára eru hvattir til að gefa, líka konur. Í fyrsta skipti sem fólk kemur í Blóðbankabílinn er tekið blóð til þess að kanna hvort allt sé í lagi og síðan getur fólk gefið eftir 10 daga ef allt er í lagi,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, formaður Blóðgjafafélags Íslands, í samtali við sunnlenska.is.
Ólafur skorar á alla sem eiga heimangengt og eru heilsuhraustir að gefa. Karlar geta gefið á 3ja mánaða fresti en konur á fjögurra mánaða fresti.