Sunnlendingar í forystu hjá Vöku

Sunnlendingar leiða þrjá af framboðslistum Vöku, lýðræðissinnaðra stúdenta, fyrir kosningarnar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram þann 3. og 4. febrúar næstkomandi.

Birkir Grétarsson, stjórnmálafræðinemi frá Vík í Mýrdal, leiðir lista Vöku á félagsvísindasviði, Steinar Sigurjónsson, heimspekinemi frá Miðengi í Grímsnesi, leiðir listann á Hugvísindasviði og Anna Rut Arnardóttir, vélaverkfræðinemi frá Selfossi, leiðir listann á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Nú eru alls tíu háskólanemendur frá Suðurlandi í stjórn, framboði eða varamenn fyrir Vöku.

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu kem­ur fram að Vaka vilji tryggja betri kennslu­hætti í skól­an­um, bæta aðgengi að náms­efni og að fram fari heild­ar­end­ur­skoðun á LÍN. „All­ar bygg­ing­ar há­skóla­svæðis­ins eiga að vera aðgengi­leg­ar, t.d. þarf var­an­leg­an ramp á Stúd­enta­kjall­ar­ann, það þarf að bæta tengsl Há­skól­ans við at­vinnu­lífið og tel­ur Vaka að flytja eigi sjúkra­próf til janú­ar­mánaðar,“ seg­ir enn­frem­ur.

Fram­boðslist­arn­ir eru eft­ir­far­andi:

Fé­lags­vís­inda­svið:
1. Birk­ir Grét­ars­son – Stjórn­mála­fræði
2. Sig­mar Aron Ómars­son – Lög­fræði
3. Guðbjörg Lára Más­dótt­ir – Stjórn­mála­fræði
4. Ingi­leif Friðriks­dótt­ir – Lög­fræði
5. Vil­borg Ásta Árna­dótt­ir – Viðskipta­fræði
6. Eva Björk Jó­hanns­dótt­ir – Hag­fræði
7. Torf­ey Rós Jóns­dótt­ir – Fé­lags­ráðgjöf

Heil­brigðis­vís­inda­svið:
1. Sunn­eva Björk Gunn­ars­dótt­ir – Hjúkr­un­ar­fræði
2. Sig­ríður Sissa Helga­dótt­ir – Sál­fræði
3. Lilja Dögg Gísla­dótt­ir – Lækn­is­fræði
4. Jón Viðar Páls­son – Sál­fræði
5. Selma Jóns­dótt­ir – Lyfja­fræði

Hug­vís­inda­svið:
1. Stein­ar Sig­ur­jóns­son – Heim­speki
2. Kristjana Ingva­dótt­ir – Sagn­fræði
3. Rizza Fay Elías­dótt­ir – Enska
4. Lucia Escamilla Gonza­lez – Enska
5. Tóm­as Ingi Shelt­on – Sagn­fræði

Menntavís­inda­svið:
1. Jón­ína Sig­urðardótt­ir- Upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræði
2. María Björk Ein­ars­dótt­ir – Grunn­skóla­kenn­ara­fræði
3. Lilja Sif Bjarna­dótt­ir – Grunn­skóla­kenn­ara­fræði
4. Jón Vil­berg Jóns­son – Upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræði
5. Rakel Guðmunds­dótt­ir – Tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræði

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið:
1. Anna Rut Arn­ar­dótt­ir – Véla­verk­fræði
2. Íris Hauks­dótt­ir – Líf­fræði
3. Ragn­heiður Björns­dótt­ir – Um­hverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði
4. Hörður S. Óskars­son – Jarðfræði
5. Marta Sól Al­exdótt­ir – Líf­efna og sam­einda­líf­fræði

Fyrri greinRáðast í byggingu félagsheimilis
Næsta greinRagnar oddviti bregður búi