Sunnlendingar leiða þrjá af framboðslistum Vöku, lýðræðissinnaðra stúdenta, fyrir kosningarnar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram þann 3. og 4. febrúar næstkomandi.
Birkir Grétarsson, stjórnmálafræðinemi frá Vík í Mýrdal, leiðir lista Vöku á félagsvísindasviði, Steinar Sigurjónsson, heimspekinemi frá Miðengi í Grímsnesi, leiðir listann á Hugvísindasviði og Anna Rut Arnardóttir, vélaverkfræðinemi frá Selfossi, leiðir listann á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Nú eru alls tíu háskólanemendur frá Suðurlandi í stjórn, framboði eða varamenn fyrir Vöku.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Vaka vilji tryggja betri kennsluhætti í skólanum, bæta aðgengi að námsefni og að fram fari heildarendurskoðun á LÍN. „Allar byggingar háskólasvæðisins eiga að vera aðgengilegar, t.d. þarf varanlegan ramp á Stúdentakjallarann, það þarf að bæta tengsl Háskólans við atvinnulífið og telur Vaka að flytja eigi sjúkrapróf til janúarmánaðar,“ segir ennfremur.
Framboðslistarnir eru eftirfarandi:
Félagsvísindasvið:
1. Birkir Grétarsson – Stjórnmálafræði
2. Sigmar Aron Ómarsson – Lögfræði
3. Guðbjörg Lára Másdóttir – Stjórnmálafræði
4. Ingileif Friðriksdóttir – Lögfræði
5. Vilborg Ásta Árnadóttir – Viðskiptafræði
6. Eva Björk Jóhannsdóttir – Hagfræði
7. Torfey Rós Jónsdóttir – Félagsráðgjöf
Heilbrigðisvísindasvið:
1. Sunneva Björk Gunnarsdóttir – Hjúkrunarfræði
2. Sigríður Sissa Helgadóttir – Sálfræði
3. Lilja Dögg Gísladóttir – Læknisfræði
4. Jón Viðar Pálsson – Sálfræði
5. Selma Jónsdóttir – Lyfjafræði
Hugvísindasvið:
1. Steinar Sigurjónsson – Heimspeki
2. Kristjana Ingvadóttir – Sagnfræði
3. Rizza Fay Elíasdóttir – Enska
4. Lucia Escamilla Gonzalez – Enska
5. Tómas Ingi Shelton – Sagnfræði
Menntavísindasvið:
1. Jónína Sigurðardóttir- Uppeldis- og menntunarfræði
2. María Björk Einarsdóttir – Grunnskólakennarafræði
3. Lilja Sif Bjarnadóttir – Grunnskólakennarafræði
4. Jón Vilberg Jónsson – Uppeldis- og menntunarfræði
5. Rakel Guðmundsdóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði
Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1. Anna Rut Arnardóttir – Vélaverkfræði
2. Íris Hauksdóttir – Líffræði
3. Ragnheiður Björnsdóttir – Umhverfis- og byggingarverkfræði
4. Hörður S. Óskarsson – Jarðfræði
5. Marta Sól Alexdóttir – Lífefna og sameindalíffræði