Sunnlendingar tóku 3,4 milljarða króna út í séreignarsparnað

Íbúar á Suðurlandi hafa tekið út sem svarar 3,4 milljörðum króna síðan útgreiðsla séreignarsparnaðar var leyfð í apríl 2009.

Sunnlensk sveitarfélög hafa fengið sem svarar 430 milljónir króna í auknar útsvarstekjur vegna þessa. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fékk um 41 milljónir króna í tekjur af útgreiðslunni.

Útborgun séreignarsparnaðar var lang hæst í Árborg eða 1,6 milljarðar króna eða nálægt því að vera helmingur þess séreignarsparnaðar sem leystur var út á Suðurlandi. Útsvarstekjur sveitarfélagisns af þessari upphæð er rúmar 208 milljónir króna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinFínir kaflar dugðu ekki
Næsta greinEfnilegir Rangæingar í Selfoss