Í lok þriðja ársfjórðungs bjuggu um það bil 19.780 manns á Suðurlandi, 10.170 karlar og 9.610 konur. Sunnlendingum fjölgaði um fimmtíu á ársfjórðungnum en frá fyrsta ársfjórðungi hefur Sunnlendingum fjölgað um 150.
Mesta tölulega fjölgunin það sem af er ári er í Árborg þar sem fjölgað hefur um nálægt fimmtíu íbúa en hlutfallslega er fjölgunin mest í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar hefur fjölgað um nálægt þrjátíu íbúa í Mýrdalshreppi og tuttugu í Skaftárhreppi.
Ársfjórðungstölur Hagstofunnar eru þó ekki nákvæmari en svo að þær eru námundaðar að næsta tug í hverju sveitarfélagi en nákvæmar tölur um mannfjölda eru gefnar út í byrjun hvers ár.