Sunnlenska.is 1 árs

Í dag er eitt ár síðan fréttavefurinn sunnlenska.is fór í loftið.

Vefurinn fékk frábærar viðtökur strax í upphafi og hefur umferð um hann aukist jafnt og þétt allan tímann. Undanfarna viku hafa tæplega tíu þúsund notendur (ip-tölur) tengst vefnum en heimsóknirnar eru um 2.700 að meðaltali á dag. Af þessu má sjá að sunnlenska.is er mest lesni héraðsfjölmiðillinn á Suðurlandi. Þessi frétt er númer 3.268 í fréttasafni sunnlenska.is sem gefur að meðaltali níu nýjar fréttir á degi hverjum, allt árið.

Vefurinn er heimsóttur úr öllum heimshornum og á fjölmarga fasta lesendur erlendis t.d. í Horsens og Árósum, Osló, á Flórídaskaganum og Lundúnasvæðinu. Þá hefur heimsóknum á vefinn frá Senegel fjölgað mikið síðustu daga.

Allt frá því vefurinn fór í loftið hefur ritstjórn hans kappkostað að flytja fréttir af öllu Suðurlandi auk þess að fjalla um menningarmál og íþróttir í héraðinu.

Ritstjórn sunnlenska.is þakkar lesendum sínum fyrir góðar móttökur og horfir björtum augum fram á veginn.

Fyrri greinTíu tonn erlendis á viku
Næsta greinAllir leggjast á eitt