Sunnlenska.is 15 ára í dag

Ljósmynd/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Það var í einu koddahjali okkar hjóna sem hugmyndin að sunnlenska.is kviknaði. Á þessum degi fyrir 15 árum varð hún svo að veruleika og fréttavefurinn sunnlenska.is fór í loftið.

Vefurinn hefur stækkað jafnt og þétt á þessum 15 árum og þrátt fyrir að vera nýfermdur og kominn á gelgjuna þá er hann mest lesni héraðsfréttamiðillinn á svæðinu. Við erum fjölskyldufyrirtæki, ópólitísk og óháð og af því erum við ákaflega stolt.

Við erum gífurlega þakklát fyrir alla lesendurna okkar, því án ykkar værum við líklega ekki hér. Takk fyrir að lesa og takk fyrir að deila fréttum af sunnlenska.is.

Til að sýna þakklæti okkar í verki – og vegna þess að við elskum að eiga afmæli – þá ætlum við að gefa lesendum okkar okkar gjafir næstu daga.

Afmælis-gjafaleikurinn fer fram á Facebooksíðu sunnlenska.is og þar hljóta nokkrir heppnir lesendur afmælisgjöf frá okkur og samstarfsaðilum okkar næstu daga. Við drögum út á hverju kvöldi og tilkynnum svo næsta leik í hádeginu daginn eftir. Fylgist vel með!

Gummi & Jóhanna
sunnlenska.is

Fyrri greinMiklar skemmdir á grillskýli og gestahúsi
Næsta greinGefum íslensku séns, til hamingju íbúar Árborgar!