Sunnlenska.is er 5 ára í dag

Sunnlenska.is, fréttavefur Sunnlendinga, fagnar fimm ára afmæli í dag en vefurinn fór í loftið þann 8. apríl 2010.

Vefurinn fékk frábærar viðtökur strax í upphafi og er umferð um hann ennþá að aukast jafnt og þétt. Í dag er svo komið að hann er mest lesni héraðsfréttamiðillinn á Suðurlandi.

Vefurinn er heimsóttur úr öllum heimshornum og á fjölmarga fasta lesendur erlendis t.d. um alla Skandinavíu, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Spáni, en einnig koma reglulegar heimsóknir frá fjarlægari heimshornum eins og Kína, Ástralíu, Brasilíu og Malasíu.

Allt frá því vefurinn fór í loftið hefur ritstjórn hans kappkostað að flytja fréttir af öllu Suðurlandi auk þess að fjalla um menningarmál og íþróttir í héraðinu.

Í tilefni afmælisins ætlum við að bjóða fimm heppnum lesendum í Selfossbíó og má kynna sér það boð nánar á Facebooksíðu sunnlenska.is.

Ritstjórn sunnlenska.is þakkar lesendum sínum fyrir skemmtilega og jákvæða samveru á liðnum árum og horfir björtum augum fram á veginn.

Fyrri greinVíkurprjón stækkar við sig
Næsta greinFlóahlaupið um næstu helgi