Sunnlenska tímarit gefið út í sumar

Breytingar hafa orðið á útgáfu Sunnlenska fréttablaðsins og verður það framvegis gefið út sem tímarit.

Ætlað er að fyrsta tölublað Sunnlenska tímarits komi út í sumar og framvegis fjórum til fimm sinnum á ári.

Verður áhersla lögð á menningarlegt efni, lengri viðtöl, fréttatengdar umfjallanir og fleira af vettvangi héraðins.

Ætla má að í því verði einnig að finna kunnulegt efni eins og nýja Sunnlendinga, spurninguna og ýmist léttmeti.

Þá verður útgáfusvæði blaðsins stækkað og nær framvegis einnig yfir Austur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjar.

Samhliða þessu verða gerðar breytingar á ritstjórn. Ábendingar um efnistök eru vel þegnar á netfangið sunnlenska@sunnlenska.is.

[Innskot ritstjóra sunnlenska.is: Af gefnu tilefni skal það tekið fram að eins og undanfarin sjö ár er fréttavefurinn Sunnlenska.is sjálfstætt fyrirtæki, rekið af Tveimur stjörnum ehf, og tengist ekki útgáfu Sunnlenska fréttablaðsins eða Sunnlenska tímarits.]

Fyrri greinForðuðu logandi grilli frá húsinu
Næsta greinLengsta utanvegahlaup landsins í Hveragerði í lok sumars