Fyrstu fjárréttirnar hér sunnanlands á þessu hausti eru nk. föstudag þegar réttað verður í Fossrétt á Síðu.
Á laugardag verður síðan réttað í Skaftárrétt í Skaftárhreppi.
Fjárréttir haustið 2011 (raðað eftir dagsetningum)
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudag 9. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laugardag 10. sept.
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðvikudag 14. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 16. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 16. sept.
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 17. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 17. sept.
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 17. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 17. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardag 17. sept.
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 18. sept.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudag 18. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudag 18. sept.
Selvogsrétt í Selvogi sunnudag 18. sept.
Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 19. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 19. sept.
Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 22. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 24. sept.