Sunnlenskir fjallvegir á óvissustigi

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

Vegagerðin hefur sett Hellisheiði, Þrengsli, Krýsuvíkurveg og Mosfellsheiði á óvissustig vegna veðurs frá kl. 15 í dag til kl. 23 í kvöld.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 14 í dag þar sem gert er ráð fyrir snjókomu og skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.

Fyrri greinLögreglan fylgist grannt með Ölfusá
Næsta greinAlvarleg bilun í borholu í Hveragerði