Vegagerðin hefur sett Hellisheiði, Þrengsli, Krýsuvíkurveg og Mosfellsheiði á óvissustig vegna veðurs frá kl. 15 í dag til kl. 23 í kvöld.
Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 14 í dag þar sem gert er ráð fyrir snjókomu og skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.