Niðurstöður úr samræmdum prófum sem 10. bekkingar í grunnskólum landsins tóku í fyrrahaust sýna glögglega að sunnlenskir skólar mælast enn á ný undir landsmeðaltali hvað árangur nemenda snertir.
Undantekningin eru skólarnir í Bláskógabyggð, en samkvæmt tölum Námsmatsstofnunar eru þeir ýmist efstir eða meðal efstu skóla landsins.
Skólarnir í Rangárvallasýslu eru yfir meðaltali í íslensku og stærðfræði. Aðrir sunnlenskir skólar eru undir meðallagi, og raunar setja niðurstöðurnar úr skólum stóru sveitarfélaganna þriggja í Árnessýslu þau all neðarlega á listann.
Stjórnarformaður Skólaskrifstofu Suðurlands segir málið aðeins verið rætt óformlega en telur að skólar ættu að nýta sér vísbendingar úr slíkum prófum.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.