Á þriðjudaginn voru 20 ár síðan Kaffi krús opnaði á Selfossi. Að því tilefni verður svokölluð þema-helgi um helgina þar sem boðið verður uppá Sushi.
„Við vorum með þetta í janúar og það var stútfullt alla helgina,“ segir Fannar Geir Ólafsson, en hann rekur staðinn ásamt Tómasi Þóroddssyni.
Aðspurður um hvað sé merkilegast við sögu staðarins segir Fannar: „Að þetta skuli hafa staðið sem kaffihús allan tímann.“ Tómas tekur undir það. „Já, það er eiginlega stórmerkilegt.“
Staðurinn hefur tekið stöðugum breytingum í gegnum tíðina með mismunandi rekstraraðilum. „Sú sem opnaði þetta og sú sem var á eftir henni, báðar Önnurnar, bjuggu auðvit-að báðar hérna,“ segir Fannar Geir, en þá var efri hæð staðarins íbúð.
Auk þess að standa vaktina á Kaffi krús ætla þeir félagar að vera með jólahlaðborð í Tryggvaskála fyrir jólin. „Það glæsilegasta á Suðurlandi,“ segir Tómas.
„Það byrjar síðustu helgina í nóvember og verður fjóra laugardaga í röð þar til um miðjan desember. Þar munu Kristjana Stefáns og Svavar Knútur ásamt einhverjum fleirum skemmta fólki.“
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.