„Sveitarfélagið fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamálastaða til að gera deiliskipulag af svæðinu við Kríuna, ætlunin er með tíð og tíma að gera svæðið aðgengilegt þannig að þar verði til áningarstaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja skoða sig um á þessu skemmtilega svæði.
Liður í því er að gera bílastæði og göngustíg og svæði fyrir áningarborð og bekki,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt hefur verið að deiliskipuleggja svæðið hjá Kríunni, á gatnamótum Gaulverjabæjar- og Eyrarbakkavegar, en engar athugasemdir komu þegar óskað var eftir slíku í auglýsingu um skipulagið.