Tilkynningar bárust í dag frá leiðsögumönnum á Sólheimajökli um dynki, hvisshljóð, vatn að koma upp um svelgi og brennisteinslykt. Á meðan verið var að kanna hvað þar var að gerast var svæðinu lokað.
Ferðaþjónustufyrirtæki fóru með sína gesti niður af jöklinum og fólki á eigin vegum var einnig snúið frá.
Lögreglan á Suðurlandi kannaði aðstæður og þyrla frá Landhelgisgæslunni flaug yfir svæðið. Sú skoðun leiddi ekkert óvenjulegt komið í ljós.
Nokkur bráðnun er vegna lofthita og því meira vatn á yfirborði jökulsins en venjulega. Reyndir leiðsögumenn á svæðinu telja ekkert óeðlilegt í gangi og var lokuninni því aflétt.
UPPFÆRT KL. 17:00