Það vita allir að hrafninn er skemmtilegastur fugla. Í gær sýndu Selfosshrafnarnir flugfimi sína þegar þeir kepptust um Svalafernu við Ölfusárbrú.
Það voru heldur betur tilþrif í lagi og þegar Svalafernan fauk út í vindinn þá tóku hrafnarnir upp þráðinn með Kókómjólkurfernu. Myndir af baráttunni um fernurnar má sjá hér að neðan.
Það er auðvitað miklu meira viðeigandi að Selfosshrafnarnir flaggi Kókómjólkinni – sem framleidd er á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Þessi hélt í toppinn á trénu og lét síðan vindinn grípa sig. Þarna hékk hann í dágóða stund. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl