Svartsvanur (Cygnus atratus) birtist í Mýrdalnum á laugardag í hópi hvítra álfta.
Svartsvanur verpir aðallega í suðaustur og suðvestur héruðum Ástralíu en hann hefur verið nær árlegur flækingur á Íslandi undanfarin ár. Þeir fuglar sem hingað koma hafa líklega sloppið úr fuglagörðum í Evrópu.
Svartsvanur er svartur á litinn með línu af hvítum flugfjöðrum við vængjabrúnir. Goggurinn er skærrauður en fæturnir grásvartir. Fullorðinn svartsvanur örlítið minni en álft.
Talið er að fjöldi svartsvana í heiminum sé allt að 500.000 einstaklingar og tegundin sé ekki í útrýmingarhættu.