Talsverðar sveiflur eru á fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði á Suðurlandi skv. samantekt Þjóðskrár Íslands. Alls var þinglýst 40 slíkum samningum í febrúar sl. og fækkaði þeim um 12 frá því í janúar, eða um 23%.
Engu að síður eru þetta fimm fleiri samningar nú í febrúar miðað við febrúar í fyrra, en þá var 35 leigusamningum þinglýst.
Nokkuð jafnvægi er í sölu húsnæðis á Árborgarsvæðinu að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár, en að jafnaði eru að seljast um fjórar eignir á viku, mest íbúðarhúsnæði.
Frá áramótum hafa selst 41 eign á svæðinu, og er heildar söluandvirði seldra eigna komið yfir 1,2 milljarða króna.