Sveinn Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar.
Sveinn hefur undanfarin átta ár verið sveitarstjóri og byggingarfulltrúi í Mýrdalshreppi, en starfaði áður sem verkfræðingur og byggingarfulltrúi. Að auki hefur hann sinnt formennsku í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá árinu 2007.