Sveitarfélagið Árborg ætlar í sumar að lána út garðlönd til íbúa. Garðlöndin eru staðsett vestan við Eyrarbakka, sunnanmegin þar sem skilyrði til ræktunar eru best.
Hægt verður að leigja mismunandi stærðir allt frá 10 m² upp í 50 m². Umhverfisdeild Árborgar mun sjá um allan undirbúning fyrir ræktunina.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu sveitarfélagsins arborg.is/umsóknir undir Garðyrkjudeild og í afgreiðslunni í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi, fram til 15. maí nk.