Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að gera styrktarsamning við Kvenfélag Selfoss vegna kostnaðar við fjallkonuverkefnið á 17. júní.
Kvenfélagið hefur séð um fjallkonuverkefnið í áraraðir og í beiðni til sveitarfélagsins kemur fram að kostnaður við það sé 60 þúsund krónur á ári.
Bæjarráð samþykkti erindi kvenfélagsins á fundi sínum í gær.