Sveitarfélagið mun fylgja málinu fast eftir

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atburða síðustu vikna og umfjöllunar um ofbeldismyndbönd barna á Selfossi.

Í tilkynningunni frá fjölskyldusviðinu segir að um sé að ræða fámennan hóp unglinga í sveitarfélaginu sem hefur verið að beita ofbeldi undanfarnar viku.

„Mál þetta er í tryggum farvegi innan sveitarfélagsins í góðu samstarfi við alla þá aðila sem koma að málinu. Leitað er leiða í samstarfi við foreldra að stoppa dreifingu myndbanda sem eru á netmiðlum. Sveitarfélagið mun fylgja málinu fast eftir í samstilltu átaki barnaverndar, skólasamfélagsins, lögreglu og forvarnahóps Árborgar. Sett verður af stað markviss vinna á vegum fjölskyldusviðs Árborgar með það að markmiði að sporna við ofbeldishegðun og fræða börn um alvarlegar afleiðingar þess,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldusviðsins.

Lögreglan rannsakar ofbeldismyndbönd barna á Selfossi

Fyrri greinNýir samningar við Neyðarlínuna undirritaðir
Næsta greinMeistararnir kláruðu botnliðið