Ekki er búið að fjármagna að fullu stækkun Lundar, dvalar- og hjúkrunarheimilis á Hellu og því munu verktakar ekki hefja framkvæmdir við stækkunina í næstu viku eins og ráðgert var að loknu útboði.
Miklar deilur eru innan sveitarstjórnar vegna þess að ráðist var í útboðið án samnings við ríkið sem ætlað var að greiddi 85% kostnaðar við bygginguna.
Steindór Tómasson, fulltrúi minnihlutans í sveitarstjórn segir málið til marks um óstjórn og dregur hæfi sveitarstjórans í efa.
„Við leitum allra leiða til að ganga sem hraðast frá þessu og vonumst til að allir leggist á eitt um það,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti meirihlutans í samtali við Sunnlenska.
Aðspurður um ástæður þess að ráðist var í útboð segir hann að sennilega hafi málið vera talið í öðrum farvegi.
Nánar um málið í Sunnlenska fréttablaðinu