Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er mjög óánægð með útfærslu á tvöföldun Suðurlandsvegar frá Litlu kaffistofunni að Lögbergsbrekku.
Stjórnarmenn telja að þrengingar við gatnamót Bolöldu annars vegar og Bláfjallavegar hins vegar geri það að verkum að ávinningur fáist ekki í sama mæli með þeirri útfærslu sem farið var í með tvöföldun vegarins.
„Auk þess sem veruleg slysahætta skapist við umrædd gatnamót,“ segir í ályktun stjórnarinnar.
Hefur stjórnin skorað á Vegagerðina að gera nauðsynlegar úrbætur á veginum.