Svifdrekamaður fótbrotnaði

Björgunarsveitir og sjúkralið sóttu í dag konu sem brotlenti svifdreka sínum í klettabelti í Núpafjalli í Ölfusi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konuna til Reykjavíkur en hún reyndist fótbrotin. Félagi konunnar hafði samband við Neyðarlínuna kl. 14:50 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sigu læknir og sigmaður þyrlunnar að konunni og var hún í kjölfarið hífð um borð.

Björgunarsveitir frá Hveragerði, Árborg og Þorlákshöfn voru kallaðar út ásamt sveit undanfara af höfuðborgarsvæðinu.

bjorgun_2nupafjall190412hssh_751150138.jpg
Vel gekk að komast að konunni en svæðið var erfitt yfirferðar og var því þyrla LHG fengin til aðstoðar. Ljósmynd/HSSH

bjorgun_3nupafjall190412kah_987657131.jpg
Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir slysstaðnum. sunnlenska.is/Karl Ágúst Hoffritz

Fyrri greinBrotist inn í Þrastalund og Bjarnabúð
Næsta greinKFR steinlá í grasinu