Svifflugvél nauðlenti á Þrengslavegi

Svifflugvél með hjálparmótor nauðlenti á Þrengslavegi á ellefta tímanum í gærkvöldi og var vegurinn lokaður á meðan vélin var fjarlægð.

Samkvæmt flugmanni vélarinnar fór hjálparmótorinn ekki í gang og því hafði hann ekki annan kost en að nauðlenda vélinni. Flugmaðurinn slapp algjörlega ómeiddur frá lendingunni.

Þrengslavegur var lokaður frá kl. 22:10 til 00:20 á meðan verið var að taka vélina í sundur og koma fyrir á flutningavagni en vélin lokaði veginum alveg.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Suðurlandi rannsaka tildrög óhappsins.

Fyrri greinEldur í lyftu í Skálholtskirkju
Næsta greinHraunar Karl til liðs við Þór