Svikahrappar á ferð í uppsveitunum

Björgunarmiðstöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Óprúttnir aðilar hafa farið í heimahús í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og sagst vera frá Brunavörnum Árnessýslu, komnir til að fara yfir slökkvitæki og reykskynjara heimilisins.

Þessir aðilar tóku slökkvitækin með sér og hafa ekki komið aftur.

Greint er frá þessu á Facebooksíðu BÁ og þar kemur fram að Brunavarnir Árnessýslu séu ekki að senda menn í heimahús til þessara verka. Ef svo væri væru þeir merktir og með skilríki.

Ef einhverjir fleiri hafa fengið slíka heimsókn eru þeir beðnir um að tilkynna það til lögreglunnar og Brunavarna Árnessýslu.

Fyrri greinSkítamórall fer aftur í ræturnar
Næsta greinArndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum