Svipað hlaupinu í Jökulsá '99

Það hlaup sem núna hefur komið í Múlakvísl er álíka stórt og það sem kom í Jökulsá á Sólheimasandi um 1999. Það hlaup tók ekki af brúnna en fyllti alveg upp í farveginn.

Þetta segir Mýrdælingurinn Njörður Helgason á bloggi sínu.

Árið 1999 myndaðist sigketill ofan við upptök Jökulsár á Sólheimasandi. Eftir það var mikil virkni undir Mýrdalsjökli. Sigkatlar mynduðust víða undir jöklinum. Lítill vöxtur var í ánum en ekki hlaup nema úr Jökulsá.

Frá gosinu 1918 hafa komið hlaup í ár frá Mýrdalsjökli en ekkert sýnilegt eldgos. Hlaup sem varð 1955 tók af brú sem var á gamla veginum yfir Mýrdalssand. Eftir það var vegurinn fluttur niður fyrir Höfðabrekku og byggð brú við hlið þeirrar sem hlaupið tók í nótt.

Fyrri greinFólki bjargað úr Þakgili
Næsta grein8000 gestir á Gaddstaðaflötum