Gangurinn í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi virðist lítið hafa breyst undanfarinn sólarhring.
Nú er vindur á Fimmvörðuhálsi norðan 15 m/s og frost er 9 stig. Spáð er að vind lægi ögn þegar líður á daginn. Á Mýrdalsjökli er skafrenningur og slæmt skyggni og færð upp á jökulinn frá Sólheimum er þung.
Veðurstofan birti í morgun eftirfarandi veðurspá fyrir Fimmvörðuháls í u.þ.b. 800-1000 metra hæð yfir sjávarmáli: Norðvestan 8-13 m/s og og léttir smám saman til í dag. Hægviðri í nótt, en austan 5-10 á morgun. Frost 6 til 10 stig að deginum. Vindkælistig á bilinu -13 til -21 stig.