Svipuð virkni í gosinu

Virkni eldgossins í Eyjafjallajökli er svipuð í dag og undanfarna daga. Hraun rennur áfram til norðurs þar sem jökullinn bráðnar.

Ekkert dregur úr gosinu og er gosórói stöðugur. Þó hefur gosmökkurinn minnkað. Skyggni er lítið í kringum jökulinn en þó sást mökkurinn frá Vík í Mýrdal í morgun.

Ekki hefur verið tilkynnt um öskufall í morgun.

Fyrri greinÖskuhreinsun frestað um helgina
Næsta grein„Dágóður slatti af óskhyggju“