Svipuð heildarvelta og í janúar 2019

Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls var 62 kaupsamningum um fasteignir á Suðurlandi þinglýst í janúar síðastliðnum.

Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um eign í sérbýli og 21 samningur um annars konar eign. 

Heildarveltan var tæpir 2.3 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 36,8 milljónir króna. Þetta er mjög svipuð heildarvelta og í janúar í fyrra, alls 25 milljónum króna hærri.

Af þessum 62 voru 40 samningar um eignir á Selfossi, í Hveragerði eða Þorlákshöfn. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var tæplega 1,6 milljarður króna og meðalupphæð á samning 39,1 milljónir króna en þetta er meiri velta en í janúar í fyrra, svo munar rúmum 100 milljónum króna.

Í upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem tekur þessar tölur saman, er vakin athygli á því að ekki er hægt að túlka meðalupphæð kaupsamnings sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. 

Fyrri greinÞrír unglingspiltar í bílnum sem lögreglan veitti eftirför
Næsta greinMargrét íþróttamaður Hamars 2019