Tæplega þrjátíu sóttu um í Mýrdalnum

Umsóknarfrestur vegna starfs sveitarstjóra í Mýrdalshreppi rann út í vikunni en 28 einstaklingar sóttu um starfið.

Meðal umsækjenda í hópnum eru Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur og Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu.

Aðeins þrjár konur eru í hópnum Eygló Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Reykhólahrepps, Guðjóna Björk Sigurðardóttir, verkefnisstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og Selfyssingurinn Valgerður Sveinsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Icepharma.

Meðal annarra þekktra umsækjenda eru Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri, Björn Rúriksson, ljósmyndari, Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari og fjölmiðlamaðurinn Björn S. Lárusson.

Tveir umsækjendur óska nafnleyndar.

Elín Einarsdóttir, oddviti, sagði í samtali við sunnlenska.is að búið væri að fara yfir umsóknarlistann og boða álitlega umsækjendur í viðtöl sem hefjast á morgun. Ef verkið gangi vel verði miðað við að ráðningin taki gildi um næstu mánaðamót.

Umækjendurnir eru:
Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður
Ásgeir Ólafsson, orkutæknifræðingur
Björn Guðmundur Björnsson, fulltrúi
Björn Rúriksson, ráðgjafi
Björn S. Lárusson, viðskiptafræðingur
Einar K. Jónsson, rekstrarstjóri
Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur
Eiríkur Árni Hermannsson, sjálfstætt starfandi
Eygló Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri
Guðjóna Björk Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
Gunnar Björnsson, sérfræðingur
Gylfi Þorkelsson, framhaldsskóla kennari
Halldór Berg Ólafsson, verkefnisstjóri
Halldór Trausti Svavarsson, verkamaður
Jón Egill Unndórsson, stjórnunarráðgjafi
Kjartan Þór Ragnarsson, lögfræðingur
Kristján Einir Traustason, lögfræðingur
Kristján Kristjánsson, verkefnisstjóri
Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur
Óskar Baldursson, viðskiptafræðingur
Sigurður Tómas Björgvinsson, stjórnsýsluráðgjafi
Sigurjón Haraldsson, háskólakennari
Svavar Guðmundsson, sjálfstætt starfandi
Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur
Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri

Fyrri greinHeljarstökk við brúarsporðinn
Næsta greinFjórtán punda Maríulax í Ytri-Rangá