Í dag og næstu daga má búast við umferðartöfum á vegum í uppsveitum Árnessýslu vegna fjárrekstra haustsins.
Þannig verður safnið af Hrunamannaafrétti rekið í dag eftir Hrunamannavegi (30) frá Tungufelli, yfir Kirkjuskarð og í nýjar réttir sem til stendur að vígja formlega á morgun kl. 10:00.
Tímabundnar tafir geta orðið á umferð á þjóðvegi nr. 32, Þjórsárdalsvegi, fimmtudaginn 12. september frá Búrfelli og niður að Fossnesi. vegna fjárreksturs í Skaftholtsréttir.
Föstudaginn 13. september verða tafir bæði á vegi 30. Skeiðavegi og nr. 32 Þjórsárdalsvegi vegna fjárrekstra frá Fossnesi og niður í Reykjaréttir en hægt verður þó að fara hjáleiðir og sæta lagi á meðan áð er á leiðinni.
Laugardaginn 14. september geta orðið tafir vegna fjárrekstra á vegi nr. 30 Skeiðavegi frá kl. 13:00 og eitthvað fram eftir degi.