Taka upp klippikort á gámasvæðinu

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti í morgun að tekið verði upp klippikort á gámasvæðinu í Hveragerði sem veitir hverju heimili í bænum gjaldfrjálsan aðgang að gámasvæðinu tólf sinnum á ári, með allt að einn rúmmetra af gjaldskyldum úrgangi í hvert sinn.

Aðrir en þeir sem framvísa klippikorti þurfa að greiða fullt gjald fyrir að skila sorpi á gámasvæðið.

Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að vinna að innleiðingu verkefnisins og jafnframt var samþykkt að gera nýjan bækling til kynningar á mikilvægi flokkunar í bæjarfélaginu og þeim breytingum sem verða þegar Gámaþjónustan tekur við sorphirðu í Hveragerði þann 1. apríl næstkomandi.

Fyrri greinTilraunaborun fyrir átta milljónir
Næsta greinTómas Ellert: Gunnar er í framboði til að mæta eftirspurn!