Nú er langt liðið á maímánuð og tími nagladekkjanna liðinn. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu.
Þeir sem hafa ekki skipt yfir á sumardekkin, skulu gera það strax, því að í gær byrjaði lögreglan á Suðurlandi að sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja og mun halda því áfram næstu vikur ef þörf er á.