Í ljósi fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur heimsóknarreglum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verið breytt, frá og með deginum í dag.
Gestakomur eru nú takmarkaðar og eru heimsóknir til sjúklinga á HSU ekki heimilar nema með sérstöku leyfi forsvarsmanna viðkomandi deildar.
Heimsóknir á hjúkrunardeildir eru heimilaðar í samráði við starfsfólk deildar.
Grímuskylda er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vegna aukinna smita hjá börnum var ákveðið í gær að færa grímuskyldu niður í 6 ára á stofnuninni. Börn fædd 2015 og fyrr þurfa því að bera grímu á HSU.