Talið fram á nótt í Skaftárhreppi

Kjörfundi er lokið í Skaftárhreppi þar sem tveir listar buðu fram. Þátttaka í kosningunum var góð, eða tæp 84%.

Nú voru 363 á kjörskrá í hreppnum og kusu 304 eða 83,7%. Á kjörstað mættu 239 en utankjörfundaratkvæði voru 65.

Óbundnar kosningar hafa verið í Skaftárhreppi síðustu tvö kjörtímabil en nú voru boðnir fram tveir listar sem báðir eru leiddir af lögreglumönnum. Það eru L-listi framsýnna íbúa Skaftárhrepps og Ó-listi Skaftárhrepps á kortið.

Að sögn Guðmundar Óla Sigurgeirssonar, formanns kjörstjórnar, er von á úrslitum um kl. 1 í nótt.

Fyrri grein79% kusu í Ásahreppi
Næsta greinSkeiðgnúp: Stórsigur K-listans