Talmeinafræðingur til starfa á Hellu

Fyrsti talmeinafræðingurinn sem starfar hjá Rangárþingi ytra tók til starfa í dag en það er Hvergerðingurinn Álfhildur Þorsteinsdóttir.

Álfhildur mun sinna talþjálfun barna á leik- og grunnskólaaldri og verður í 40% starfi hjá sveitarfélaginu. Hún mun hafa aðsetur í leikskólanum Heklukoti á Hellu en hún vinnur einnig á Skólaskrifstofu Suðurlands.

Talmeinafræðingur hefur aldrei áður starfað hjá sveitarfélaginu, þannig að hér er um nýtt starf að ræða sem verður fjármagnað að hluta með gjaldtöku. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að þessi aukna þjónusta muni áreiðanlega koma mörgum fjölskyldum til góða, sem hingað til hafa þurft að sækja hana til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi.

Fyrri greinGaf Álfheimum veglegt gjafabréf
Næsta greinSelfyssingar flengdu Grindvíkinga