Teikningar að viðbyggingu grunnskólans kynntar

Teikningar af viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði voru lagðar fram til kynningar á síðasta fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjóri segir stækkun skólans á dagskrá eins fljótt og fjárhagur leyfir.

Teikningarnar byggja á ítarlegri þarfagreiningu um rýmisþörf skólans sem unnar voru á árunum 2008 – 2009. Starfshópur um stækkun grunnskólans hefur samþykkt teikningarnar fyrir sitt leyti.

Í þarfagreiningunni er unnið út frá því að skólinn geti hýst þrjár bekkjardeildir í hverjum árgangi enda kom snemma í ljós að sérgreinastofur geta annað þeim fjölda nemenda. Einnig er skólalóðin sérlega stór og aðgengi gott að íþróttahúsi og sundlaug.

Dr. Maggi Jónsson, arkitekt, segir að auðvelt sé að áfangaskipta framkvæmdum þannig að í fyrsta áfanga yrði aðstaða mötuneytis bætt, sérkennslurými yrði byggt og sérfræðingar, eins og sálfræðingar og heilsugæsluhjúkrunarfræðingar, fengju sérútbúnar stofur. Auk þess myndu bætast við þrjár kennslustofur í fyrsta áfanga. Miðrými myndi einnig aukast þannig að stærri samkomur myndu rúmast betur innan veggja skólans.

Fyrri greinGrótta vann í vítakeppni
Næsta greinÞykkt öskulag á Skógaheiði