Síðastliðinn sólarhring hefur lögreglan á Suðurlandi kært tíu ökumenn fyrir að aka of greitt í umdæminu.
Sá sem hraðast ók mældist á 133 km/klst hraða en einn ökumaður var á 104 km/klst hraða þar sem er leyfður hámarkshraði er 50 km.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir að aka án ökuréttinda.
Þá voru tvö umferðarslys voru tilkynnt en engin alvarleg slys urðu á fólki.