Tekinn tvisvar sama daginn fyrir akstur undir áhrifum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði þrjá ökumenn í liðinni viku vegna gruns um að þeir væru ölvaðir við akstur.

Aðrir þrír voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíknefna eða lyfja og einn þeirra í tvígang sama daginn. Sá hafði fengið annan mann til að sækja bílinn sinn eftir fyrra brotið, sem var klukkan 10:50 en maðurinn var svo stöðvaður aftur á sama bíl rúmum þremur klukkustundum síðar.

Fyrri greinSnæfríður synti á nýju Íslandsmeti
Næsta greinReglum um fráveitur og skólp við Þingvallavatn breytt