Tekjuaukning á síðasta ári

Tekjur hafnarinnar í Þorlákshöfn jukust nokkuð á síðasta ári en horfur fyrir yfirstandandi ár eru óvissar að sögn Indriða Kristinssonar, hafnarstjóra.

Hátt fiskverð á síðasta ári hefur mikið að segja en hafnargjöld taka mið af prósentuverðmæti landaðs afla. Á síðasta ári voru því meiri tekjur en gert var ráð fyrir og afkoman betri. Við höfnina eru 5 stöðugildi.

Indriði sagði að erfitt væri að segja til um horfur á þessu ári sem færi fremur rólega af stað. Afkoman mótaðist mikið af því hvernig aflaðist.

Fyrri greinStöðugildum fækkar á HSu
Næsta greinSlæmt ferðaveður undir Eyjafjöllum