Mánaðartekjur fimmhundruð Sunnlendinga birtast í Sunnlenska fréttablaðinu sem kemur út í dag.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í Múla í Biskupstungum er tekjuhæstur Sunnlendinga á síðasta ári skv. álagningarstkrá Skattstjórans á Hellu.
Næstur honum er Guðmundur Birgisson á Núpum í Ölfusi, en þessir tveir eru þekkt nöfn á listum síðutu ára yfir hæstu útsvarsgreiðendur á Suðurlandi. Í þriðja sæti er svo Guðni Geir Jóhannesson fv. útgerðarmaður og bæjarfulltrúi á Ísafirði sem nú býr á Selfossi.
Fimm tekjuhæstu Sunnlendingarnir eru þessir (mánaðartekjur)
1. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, Múla Bisk, 7.774.595 kr.
2. Guðmundur A. Birgisson, fjárfestir, Núpum, 5.518.071 kr.
3. Guðni Geir Jóhannesson, fv. útgerðarmaður, Selfossi, 3.597.431 kr.
4. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, deildarst. BES, Selfossi, 3.459.117 kr.
5. Sigurður Árnason, læknir, Seglbúðum, 2.502.337 kr.
Tölur um tekjur sem birtast í Sunnlenska eru reiknaðar útfrá útsvarsgreiðslu viðkomandi en útsvarsprósenta flestra sveitarfélaga á Suðurlandi er í hámarki á síðasta ári. Líkt og áður eru mörg tilvik um áætlun tekna frá hendi skattstjóra.