Tekjur 500 Sunnlendinga

Í Sunnlenska fréttablaðinu sem kemur út í dag má finna tekjur 500 Sunnlendinga árið 2010 samkvæmt upplýsingum úr skattskrá.

Gísli Runólfsson, skipstjóri í Hróarsholti í Flóahreppi, greiðir hæst útsvar Sunnlendinga en mánaðartekjur Gísla, sem er skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK-70 á Akranesi voru samkvæmt því rúmar 2,4 milljónir króna.

Fjórir tekjuhæstu Sunnlendingarnir á eftir Gísla eru Óskar Magnússon, Morgunblaðsútgefandi og lögfræðingur á Sámstaðabakka í Fljótshlíð með
2.304.750 kr á mánuði, Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi með 2.177.337 kr, Vilhelm Henningsson, skipstjóri á Selfossi með 2.128.964 kr og Hjalti Jóhannesson, sjómaður á Selfossi með 2.125.015 kr. í mánaðarlaun.

Skipstjórar, lögfræðingar, læknar, sjómenn og framkvæmdastjórar eru þeir sem greiða hæst útsvar einstaklinga á Suðurlandi fyrir tekjuárið 2010.

Tölurnar eru byggðar á upplýsingum úr skattskrá og miðað útfrá útsvarsprósentu viðkomandi sveitarfélaga. Upplýsingar þessar eru alls ekki fullnægjandi um tekjur fólks og skal því taka með ákveðnum fyrirvara.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinHlaupið lætur bíða eftir sér
Næsta greinGylfi sigraði á mótaröðinni