TF-GIN í loftið á ný

Það var stór dagur hjá þeim félögum Gunnari Jónssyni og Kára Jónssyni, félögum í Flugklúbbi Selfoss, fyrr í mánuðinum þegar TF-GIN fór í loftið á nýjan leik.

Þeir Gunnar og Kári hafa verið að gera flugvélina upp síðastliðin 14 ár en þetta var í fyrsta sinn í 19 ár sem TF-GIN fór í loftið.

Vélin sem er af gerðinni Piper Super-Cruiser, var smíðuð árið 1947 og fyrst skráð 1948. Þeir félagar hafa unnið jafnt og þétt að uppgerðinni síðustu ár og má með sanni segja að vélin sé með þeim glæsilegri á landinu.

Það var Þorfinnur Snorrason sem tók að sér prufuflugið sem gekk vel fyrir sig.

TF_GIN4_Kari_gunnar040811toti_455284645.jpg
Kári og Gunnar að flugi loknu. sunnlenska.is/Þórir Tryggvason

Fyrri greinEystri-Rangá komin yfir 3.000
Næsta greinGóður árangur í sorpflokkun