Thelma Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirsálfræðings Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hóf hún störf í lok sumars.
Thelma hefur starfað sem sálfræðingur við HSU frá haustinu 2015. Áður en hún hóf störf við HSU starfaði hún sem skólasálfræðingur hjá Vestmannaeyjabæ í átta ár.
Þá hefur Svanhildur Inga Ólafsdóttir verið ráðin í nýtt starf hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og er nú teymisstjóri geðheilsuteymis HSU í heilbrigðisumdæmi Suðurlands. Alls bárust 7 umsóknir um starfið.
Svanhildur hefur starfað við starfsendurhæfingu, í félagsþjónustu og í barnavernd. Síðastliðin þrjú ár rak hún fyrirtækið Velferð þar sem hún sinnti ýmsum verkefnum fyrir félagsþjónustur.