Þessi barátta skiptir okkur miklu máli

Ljósmynd/Lindex

Líkt og undanfarin ár styður Lindex við starf bleiku slaufunnar og baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Átak þar sem starfsfólk og viðskiptavinir Lindex sameinast í að safna fé fyrir þetta mikilvæga málefni.

Nú í ár hefur Lindex hannað kósýfatalínu þar sem bæði mamman og börnin geta verið í stíl en 10% af sölu línunnar í október rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

“Við höfum stutt við málefnið í næstum 10 ár eða síðan við opnuðum á Íslandi því þessi barátta skiptir okkur og viðskiptavini okkar miklu máli, við höfum átt frábært samstarf við Krabbameinsfélagið og fögnum því að geta lagt þeirra frábæra starfi lið,” segir Lóa Dagbjört, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Bleika línan 2021 samanstendur af kósýfötum í hvítum, brúnum og dimmbleikum litum úr velúr, mjúku pile efni og kósý bouclé efni. Í línunni eru bæði dömu-og barnaföt svo bæði móðir og barn geta átt hlýjar kósýstundir saman í vetur.

Í bleika mánuðinum leggur fyrirtækið mikla áherslu á að auka meðvitund um mikilvægi þess að konur skoði brjóst sín reglulega og hvetur þær til að skoða leiðbeiningar sem sýna skref fyrir skref hvernig best er að framkvæma sjálfsskoðun.

Línan kemur í sölu í völdum verslunum Lindex og í vefverslun lindex.is á bleika deginum 15. október en þann dag mun 10% af allri sölu fyrirtækisins renna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Lindex á Íslandi hefur stutt baráttuna síðan árið 2012 og hefur með hjálp viðskiptavina sinna safnað um 20 milljónum til styrktar málefninu.

Lindex verður með bleikt konuboð á fimmtudagskvöld og 20% afslátt af öllum vörum allan daginn í Lindex á Selfossi. Nánar um það hér.

Ljósmynd/Lindex
Ljósmynd/Lindex
Ljósmynd/Lindex
Fyrri greinUndirbúningur hafinn fyrir sjötta keppnisárið
Næsta greinSystkini Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi