Miðvikudaginn 26. júní og fimmtudaginn 27. júní er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Suðurlandsvegi austan við Selfoss. Vegurinn verður lokaður til austurs og umferð beint um hjáleið í Flóahreppi.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9 til 22 báða dagana. Á þessum tíma verður umferð til austurs beint um Gaulverjabæjarveg, Önundarholtsveg og Villingaholtsveg. Umferð á leið til vesturs ekur meðfram vinnusvæðinu og verður hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst.
Merkingar og hjáleiðir verða settar upp og eru vegfarendur beðnir um að virða bæði merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.